Main content
main
Leitir.is
Safnagáttin leitir.is veitir upplýsingar um og aðgang að margs konar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni frá íslenskum bóka-, ljósmynda-, lista- og minjasöfnum.
Að auki er rafrænn aðgangur að fjölda fræðigreina úr erlendum gagnasöfnum í gegnum landsaðgang á hvar.is
Efnið er af fjölbreyttum toga, allt frá bókum og tímaritsgreinum, myndefni og ljósmyndum til þjóðhátta og örnefna svo nokkur dæmi séu tekin.
Í græna viðmótinu Leit í leitir.is er leitað í gögnum sem koma víða að, meðal annars úr Gegni, Sarpi, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Akraness, Hirslu Landspítalans, Skemmunni og rafrænu bókasafni Norrænu Afríkustofnunarinnar.
Í bláa viðmótinu Leit í Gegni er einungis leitað í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Undir „Velja safn“ er bæði leit og birting eintaka bundin við valið safn.
Ýmis þjónusta eru í boði, eins og að taka frá eintök, endurnýjun útlána og pöntun millisafnalána. Að auki er hægt að vista leitir, nýta árvekniþjónustu, búa til heimildalista og senda færslur í heimildaskráningarforrit.
horizontal
print-links
