Kynnum með gleði nýja skráningarhandbók Sarps [1]
Undanfarna mánuði hefur Skráningarhandbók útg. 2.0 verið í mótun og er hún nú aðgengileg öllum safnamönnum. Með henni verður nú hægt að leita sér þekkingar um skráningu í öllum sniðum kerfisins.
Það er trú okkar að nýja skráningarhandbókin muni auðvelda aðgengi að kerfinu og hafa í för með sér skilvirkari og betri skráningu.
Handbókin er aðgengileg öllum á þjónustuvefnum okkar: https://www.landskerfi.is/leidbeiningar/sarpur/skraningarhandbok-sarps [2]. Innskráning er ekki nauðsynleg.
Image:

Highlight on frontpage:
0