Fagstjóri Sarps [1]
Nýr fagstjóri Sarps, Sigurður Trausti Traustason hefur hafið störf.
Sigurður er með M.A. í safnafræði frá University of Leicester. Lokaritgerð hans frá skólanum bar heitið Contemporary Collecting in Iceland og við vinnslu hennar tók hann m.a viðtöl við fjölmarga safnmenn um Sarp og möguleika hans. Sigurður er jafnfram með B.A gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og A.P Diplóma í Margmiðlunarhönnun frá Kobenhavns Tekniske Skole.
Sigurður hefur starfsstöð hjá Landskerfi bókasafna hf á grunni þjónustusamnings félagsins við Rekstrarfélagið Sarp. Sveinbjörg Sveinsdóttir tók við sem framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Sarps 1. september síðastliðinn.
Highlight on frontpage:
0