Skipað í skráningarráð Gegnis [1]
Landskerfi bókasafna hefur skipað fjóra skráningarsérfræðinga í skráningarráð Gegnis til eins árs:
- Þorsteinn „Doddi“ Jónsson, Amtsbókasafnið á Akureyri, formaður
- María Bjarkadóttir, Tækniskólinn
- Sigríður Vilhjálmsdóttur, Háskólinn á Akureyri
- Sigurgeir Finnsson, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
Skráningarráðið setur reglur um bókfræðilega skráningu í Gegni. Það hefur umsjón með skráningarréttindum í Gegni og mótar aðferðir við að fylgjast með skráningu í kerfinu með það að markmiði að tryggja gæði og samræmingu bókfræðilegra gagna. Öllum sem skrá í Gegni ber að hlíta þeim reglum sem skráningarráð setur og framfylgja mótaðri gæðastefnu. Ráðið skipar í vinnuhópa um skráningu eftir því sem þörf krefur.
Image:

Highlight on frontpage:
0