Sarpur - munir, myndir, minningar í nýrri umgjörð [1]
Þann 3. desember síðastliðinn dró til tíðinda er Logi Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólamála opnaði Sarp 4 sem er ný útgáfa skráningar- og upplýsingakerfis fyrir söfn í landinu. Um er að ræða stórt framfaraskref í stafrænum innviðum íslensks safnastarfs.
Segja má að Sarpur sé hjartað í íslensku safnastarfi. Hann hefur verið við lýði allt frá árinu 1998 en þessi uppfærsla tryggir að íslensk söfn hafi aðgang að traustum og faglegum innviðum sem styrkja bæði varðveislu upplýsinga um safnkostinn og miðlun upplýsinga um muni, myndir og minningar til almennings í gegnum sarpur.is [2].
Á myndinni sést Vala Gunnarsdóttir, fagstjóri Sarps aðstoða Loga Einarsson ráðherra við leit á sarpur.is

