Fréttir frá aðalfundi Rekstrarfélags Sarps [1]
Skýrsla stjórnar Rekstrarfélags Sarps sem flutt var á aðalfundi félagsins þann 30. júní 2016 er nú aðgengileg á vef félagsins [2].
Eftirtalin voru kosin í fulltrúaráð Sarps á fundinum: Anna Guðný Ásgeirsdóttir (formaður) og Anna Lísa Rúnarsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Anna María Urbancic og Dagný Heiðdal frá Listasafni Íslands, Gerður Róbertsdóttir frá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Haraldur Þór Egilsson frá Minjasafninu á Akureyri, Inga Jónsdóttir frá Listasafni Árnesinga, Oddgeir Isaksen frá Minjastofnun Íslands og Pétur Kristjánsson frá Tækniminjasafni Austurlands.
Fulltrúaráðið fundaði í kjölfar aðalfundar og kaus eftirtalin í framkvæmdastjórn félagsins: Anna Lísa Rúnarsdóttir, Anna María Urbancic og Harald Þór Egilsson.