Frá aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. 2018 [1]
Aðalfundur Landskerfis bókasafna var haldinn 30. maí sl. Dagskrá fundarins var samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins.
Fulltrúar 10 hluthafa sem eiga 80,25% hlutafjár í félaginu mættu á fundinn. Árni Sigurjónsson formaður flutti skýrslu stjórnar og Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins vegna ársins 2017. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Skýrsla stjórnar og fundargerð aðalfundar [2] eru aðgengileg á vef félagsins.
Image:

Highlight on frontpage:
0