Safnkostur Nordic Africa Institute á leitir.is [1]
Ísland á aðild að Norrænu Afríkustofnuninni (The Nordic Africa Institute, NAI) [2] sem hefur aðsetur í Uppsölum í Svíþjóð. Stofnunin heldur úti rafrænu bókasafni þar sem safnað er bókum, greinum og tímaritum sem eru í opnum aðgangi. Þessi ritakostur hefur nú verið gerður aðgengilegur á leitir.is [3] og er það von Landskerfis bókasafna að það megi vera almenningi til upplýsingar um málefni Afríku og fræðimönnum til gagns við rannsóknir.
Sjá frétt um þetta á vef NAI: http://nai.uu.se/news/articles/2018/03/29/133218/index.xml [4]
Image:

Highlight on frontpage:
0