Stýrihópur verkefnis um nýtt bókasafnskerfi [1]
Skipaður hefur verið stýrihópur fyrir innleiðingu nýs bókasafnskerfis. Í stýrihópi sitja Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og stjórnarkona í Landskerfi bókasafna, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir formaður notendafélagsins Aleflis, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og stjórnarkona í Landskerfi bókasafna, Brad Rogers fyrir hönd verksala Innovative Interfaces og Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastýra Landskerfis bókasafna. Hlutverk stýrihóps er meðal annars að styðja við verkefnið og fylgjast með framgangi þess.
Image:

Highlight on frontpage:
0