Nýr vefur Landskerfis bókasafna [1]
Nýr vefur Landskerfis bókasafna og Rekstarfélags Sarps opnaður 3. maí 2016.
Vinna við nýjan vefinn hefur staðið yfir frá síðasta ári. Útlit og hönnun vefsins var í höndum Premis [2], en 1x Internet [3] í Þýskalandi og Feanor á Íslandi sáu um vefnað og forritun hans. Vefurinn er unninn í Drupal [4] sem er opinn hugbúnaður. Vefurinn er vistaður hjá Þekkingu sem hýsir flest kerfi fyrirtækisins. Allt starfsfólk Landskerfis bókasafna og Rekstrarfélags Sarps hefur á einn eða annan hátt komið að gerð og framsetningu efnis á vefnum en verkefnisstjóri var Þóra Gylfadóttir.
Helstu nýjungar á vefnum eru þær að tekið verður í notkun verkbeiðnakerfi sem um munu fara allar fyrirspurnir sem koma frá notendum kerfanna sem Landskerfi bókasafna rekur. Einnig verður tekið í notkun nýtt skráningarkerfi fyrir námskeiðshald Landskerfis og Rekstrarfélags Sarps. Tölfræði Gegnis verður í nýjum búningi og tekið verður upp nýtt póstþjónustukerfi sem gerir starfsfólki kleift að gera hópsendingar tölvupósts hnitmiðaðri. Það þýðir minni fjöldasendingar tölvupóstur. Starfsfólk safnanna þarf að stofna aðgang á vefnum til þess að fá aðgang að verkbeiðnakerfinu og námskeiðunum, auk leiðbeininga við safnakerfin.
Það er trú okkar að nýi vefurinn muni bæta þjónustu við starfsfólk bóka- og minjasafna og gera hana skilvirkari.
