Árslokatölfræði og topplistar 2024 [1]
Árslokatölfræðin og topplistar fyrir 2024 er tilbúin fyrir innskráða starfsmenn Gegnis, sjá leiðbeiningar þjónustugátt Landskerfis bókasafna [2].
Útlán fyrir Gegni sem heild voru 2.269.832 og drógust örlítið saman, sjá mynd.
Mest lánaða efnið í Gegni er samkvæmt hefðinni barnabækur en þetta misserið verma hinar ýmsu útgáfur af Hundmann eftir Dav Pilkey 6 efstu sætin, vinsælust var þó Hundmann: flóadróttinssaga með 3.974 útlán. Mest lesna íslenska skáldsagan var Heim fyrir myrkur eftir Evu Björg Ægisdóttur með 2.132 útlán og í öðru sæti var Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Greinargerð með nánari greiningu á árlokatölfræði og topplistum 2024 má finna hér [3].
