Main content
main

Árslokatölfræði og topplistar 2024
21.02.2025
Árslokatölfræðin og topplistar fyrir 2024 er tilbúin fyrir innskráða starfsmenn Gegnis, sjá leiðbeiningar þjónustugátt Landskerfis bókasafna.
Útlán fyrir Gegni sem heild voru 2.269.832 og drógust örlítið saman, sjá mynd.
Mest lánaða efnið í Gegni er samkvæmt hefðinni barnabækur en þetta misserið verma hinar ýmsu útgáfur af Hundmann eftir Dav Pilkey 6 efstu sætin, vinsælust var þó Hundmann: flóadróttinssaga með 3.974 útlán. Mest lesna íslenska skáldsagan var Heim fyrir myrkur eftir Evu Björg Ægisdóttur með 2.132 útlán og í öðru sæti var Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Greinargerð með nánari greiningu á árlokatölfræði og topplistum 2024 má finna hér.
horizontal
print-links
