Efnisyfirlit | |
---|---|
Forsíða [1] |
Við leit í leitarglugga staðaskrár virkar leitin eins og annarsstaðar í undirskrám, komi staðarheiti ekki upp þá er ráð að slá færri stöfum inn ef ske kynni að stafsetning staðarheitisins fylgi ekki hefðbundinni stafsetningu. Hægt er að nota prósentumerkið (%) fremst í leitarreit til að leita að orðhluta. Dæmi %heimar = Sólheimar. Einnig er hægt að þrengja leitina með því að stilla hana á að leita bara í Staður eða Staður 2. Það er valið í listanum við leitargluggann.
Staður 1
Byrja skal á því að smella á hnappinn Leita í landskrá og kanna hvort viðkomandi staður er þar. Aðeins ef hann er ekki þar skal slá hann inn í þennan reit, þ.e.heiti bæjar eða götuheiti og númer í nefnifalli. Ef um annað staðarheiti/heimilisfang er að ræða skal skrá það í Staður 2. Dæmi: Staður 1: Ljósaland; Staður 2: Ljósalandsvegur 23.
Varðandi leit í Landskrá fasteigna. Stundum fylgir landnúmerið með bæjarheiti eða götuheiti og númeri í Staðarreitnum. Þegar svo ber undir á að þurrka númerið út úr reitnum.
Staður 2
Ef staður er einnig þekktur undir öðru bæjarheiti eða götuheiti og númeri en fram kemur í Staður 1 skal það skráð hér. Svæðið fyrir aftan er fyrir athugasemdir, t.d. ártal sem segir til um breytingu á heiti, T.d. Breytt 1922 eða eldra götunr.
Póstnúmer. Póstnúmer skráist sjálfvirkt, ásamt póststöð, ef nafn er sótt í þjóðskrá og heimilisfang fylgir með. Ef nafn og heimilisfang er slegið inn skal hins vegar sækja bæði póstnúmer og póststöð úr lista.
Byggðaheiti/Annað. Ef heiti bæjar eða götuheiti og númer er sótt í Landskrá eða slegið inn er mikilvægt að sækja byggðaheiti ef það á við. Ef það er til þarf ekki að skrá frekari staðarupplýsingar eins og sveitarfélag og sýslu. Öll þéttbýli og þéttbýliskjarna er núna að finna undir Byggðaheiti og mikilvægt að tengja þau við götuheiti í Staður.
Sveitarfélag 1847. Sótt úr lista.
Sveitarfélag 1950. Ef heiti bæjar eða götuheiti og númer er sótt í Landskrá eða slegið inn er mikilvægt að sækja byggðaheiti ef það á við. Ef það á ekki við þarf að sækja viðeigandi sveitarfélag 1950. Að því búnu þarf ekki að skrá frekari staðarupplýsingar eins og núverandi sveitarfélag og sýslu.
Núv. sveitarfélag. Sé ekki nákvæmari staðsetning en núverandi sveitarfélag þekkt skaltu smella á Núv. sveitarfélag og velja heitið sem við á og birtist þá sýsla og land sjálfvirkt. Helstu borgir og sveitarfélög erlendis eru í þessum lista - það er þó engan veginn tæmandi listi.
Sé sveitarfélagsheitið ekki til í listanum skaltu hafa samband við umsjónarmann Sarps.
Skráning núverandi sveitarfélags fer svona fram: Smelltu á yfirskriftina Núv. sveitarfélag og þá opnast gluggi. Sláðu sveitarfélagsheitið (eða fyrstu stafi þess) inn í reitinn Leitarstrengur og smelltu síðan á Leita. Viðeigandi heiti er valið úr Leitarniðurstöður með því að smella á línuna sem sveitarfélagsheitið birtist í. Við það sést það í neðri glugganum (Valið) og þarf að smella á hnappinn Samþykkja (eða Enter-hnappinn) svo sveitarfélagsheitið birtist í skráningarsniðinu.
Ef velja á annað sveitarfélagsheiti er það slegið inn í reitinn Leitarstrengur (hægt áður en heitið sem áður var valið er samþykkt eða síðar), smellt á reitinn Leita og viðeigandi heiti valið úr Leitarniðurstöður eins og áður sagði.
Sýsla. Hægt er að tengja sýslu beint ef nánari staðsetning er ekki þekkt. Ef nánari staðsetning er þekkt og tengd (Staður, Byggðaheiti o.fl.) birtast þessar staðarupplýsingar sjálfvirkt. Sjá Staður.
Notkun Hér birtast sjálfkrafa upplýsingar úr Fasteignaskrá um notkun lóðar. Einnig notað til að auðkenna stað sem örnefni.
Stærð. Hér birtast sjálfkrafa upplýsingar úr Fasteignaskrá um skráða stærð lóðar.
Athugasemdir. Hér skal skrá upplýsingar sem ekki eiga annars staðar heima í skráningarforminu, hvorki í lykluðum né frjálsum reitum.
Landnúmer. Sé staður sóttur úr Landskrá fasteigna birtist landnúmerið sjálfkrafa, en það er númer viðkomandi lóðar eða jarðar. Sé staðurinn ekki skráður í Landskránni þá skal gefa staðsetningunni gervilandnúmer.
Staðgreinir. Birtist sjálfkrafa úr Landsskrá fasteigna.
Johnsens-númer. Johnsens-númer er að finna í jarðatali J. Johnsens frá 1847 og hefur verið færi inn í öll þau jarðasnið sem við á.
Prófastsdæmi. Sótt úr lista.
Prestakall. Sótt úr lista. Vantar að setja upp.
Sókn. Sótt úr lista. Vantar að setja upp.
Hnit. Notuð eru ISN93-hnit og eru reitirnir X og Y fylltir út. Nota skal kommu [,] við aukastafina.
Skekkja. Sýnir skekkjumörk við hnitasetningu.
Hæð. Sýnir hæð yfir sjávarmáli.
VISTA - Mundu eftir að vista færslu áður skráningarsniðinu er lokað, Sarpur mun vara þig við ef þú reynir að loka án þess að vista og hefur fært upplýsingar inn í textareiti.