Hlutverk efnisorðaráðs er að vera samstarfsvettvangur Landskerfis bókasafna og bókasafna landsins varðandi efnisorðagjöf og gerð efnisorðalykils (thesaurus) sem byggist á Kerfisbundnum efnisorðalykli fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, 3. útg. 2001. Samræmd notkun efnisorða í Gegni er ein af meginstoðum gæðastjórnunar bókfræðigrunns Gegnis ásamt því að stuðla að samræmdum leitarniðurstöðum í Gegni og leitir.is. Öllum sem gefa efnisorð ber að hlíta þeim reglum sem efnisorðaráð setur.
Efnisorðaráð Gegnis er skipað fjórum sérfræðingum á sviði efnisorða, skv. erindisbréfi [1]. Landskerfi bókasafna skipar þrjá fulltrúa að fenginni tillögu frá skráningarráði Gegnis. Formaður efnisorðaráðs er ritstjóri efnisorða Gegnis. Hann er tilnefndur af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Tekið er við tillögum um ný efnisorð á netfanginu efnisordarad@landskerfi.is [2]
Efnisorðaráð | |
---|---|
Ragna Steinarsdóttir, formaður | Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn |
Guðný Ragnarsdóttir | Stofnun Árna Magnússonar |
Þórdís T. Þórarinsdóttir |
Ár [3] | Fundargerðir |
---|---|
2025 | 429. - 433. fundur efnisorðaráðs 2025 [4] |
2024 | 408. - 428. fundur efnisorðaráðs 2024 [5] |
2023 | 390.- 407. fundur efnisorðaráðs 2023 [6] |
2022 | 372.-389. fundur efnisorðaráðs 2022 [7] |
2021 | 350.-371. fundur efnisorðaráðs 2021 [8] |
Tenglar
[1] https://landskerfi.is/sites/default/files/erindisbref_efnisordarad_2007.pdf
[2] mailto:efnisordarad@landskerfi.is
[3] https://landskerfi.is/print/99?order=name&sort=asc
[4] https://landskerfi.is/file/33619/download?token=MMvr2Rvq
[5] https://landskerfi.is/file/33549/download?token=iBx-SfwP
[6] https://landskerfi.is/file/32107/download?token=DPJJJwyF
[7] https://landskerfi.is/file/26599/download?token=iJ3WTPMX
[8] https://landskerfi.is/file/22021/download?token=D5Psox3B
[9] https://landskerfi.is/kerfin/gegnir/efnisordarad/fundir-efnisordarad-yfirlit