2

Main content

main

Kerfin

Landskerfi bókasafna rekur tölvukerfi á sviði bóka-, lista- og minjasafna. Kerfin eiga það sammerkt að hafa umsjón með safnkosti og miðlun efnis til notenda.

Bókasafnskerfið Gegnir og menningarsögulega gagnasafnið Sarpur snúa að innra starfi safnanna eins og skráningu, aðföngum og útlánum. Miðlun og aðgangur að efni safnanna er veittur í gegnum safnagáttina leitir.is og að auki er sérstakur aðgangur að efni aðildarsafna Sarps frá sarpur.is.

Primo Central Index og SFX eru undirliggjandi kerfi sem notuð eru til þess að veita aðgang að rafrænum áskriftum landsaðgangs – hvar.is ásamt séráskriftum háskólanna.

Nýjasta viðbótin er Rafbókasafnið sem var opnað lánþegum Borgarbókasafnsins 31. janúar 2017.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block