Nýtt krækjukerfi fyrir rafræn tímarit [1]
Innleiðing SFX Classic krækjukerfisins er nú á lokastigi. Um er að ræða samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna hf. og Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum.
Landskerfi bókasafna leggur til krækjukerfið SFX Classic, Landsaðgangur og háskólabókasöfnin leggja til rafrænu tímaritaáskriftirnar sem nú eru aðgengilegar í krækjukerfinu.
Á vef Landsaðgangsins, hvar.is hefur verið sett upp krækjan Tímaritalisti A-Z (SFX). Nokkur háskólabókasöfn munu bjóða upp á sambærilega krækju á heimasíðu sinni, þar sem leita má samtímis í séráskriftum viðkomandi háskóla og áskriftum Landsaðgangs.
Nánari upplýsingar um SFX Classic eru á síðunni SFX krækjukerfi [2].