Helstu samstarfsaðilar Landskerfs bókasafna hérlendis eru íslensk bókasöfn og eigendur þeirra.
Að auki er mikið samstarf við eftirtalda
Ex Libris, a ProQuest Company [6] sem er í eigu Clarivate samstæðunnar er fyrirtækið sem framleiðir og þjónustar skýjalausnirnar Alma og Primo VE og undirliggjandi gagnagrunna. Bókasafnakerfin Gegnir og Leitir.is byggja á Alma og Primo VE.
Bókasöfn og bókasafnasamlög sem styðjast við vörur frá Ex Libris í starfsemi sinni hafa með sér samstarf í gegnum Igelu [7] notendafélagið.
SVUC / NNG (Scandinavian Virtual Union Catalogue / Nordic Network Group) er samstarfsvettvangur þjónustuaðilda á Norðurlöndunum og í Eistlandi sem hafa með höndum rekstur og viðhald samskráa bókasafna. Stofnað var til þessa samstarfs til að stuðla að samnýtingu bókfræðiupplýsinga. Síðar meir hefur samstarfið þróast í vettvang til að miðla og stuðla að kerfislegum umbótum og samfara því var nafni hópsins breytt í Nordic Network Group.