Main content
main
Félagið
Þann 21. júní 2002 var stofnað rekstrarfélag meðal gagnaeigenda Sarps. Megintilgangur Rekstrarfélags Sarps er að annast rekstur Sarps og vefsins sarpur.is og annast hugverkaréttindi að hugbúnaðinum.
Meginmarkmið með gagnasafni Sarps er að varðveita heimildasöfn aðildarsafna. Í rekstri félagsins felst m.a. umsjón með eignarhaldi á gagnasafninu, veiting notendaleyfa, kennsla og ráðgjöf um notkun kerfisins, eftirlit með skráningu og viðhald á grunntöflum. Af eignarhaldi hugbúnaðar leiðir m.a. starfsemi við viðhald og þróun hans.
Stjórnun félagsins Rekstrarfélags Sarps er tvíþætt. Félagið er skipað níu manna fulltrúaráði sem kosið er á aðalfundi. Ráðið kýs síðan úr sínum hópi þriggja manna framkvæmdastjórn.
Kennitala Rekstrarfélags Sarps er 4509120180.
Frá árinu 2013 hefur rekstur Sarps og Rekstrarfélags Sarps (RS) verði í höndum Landskerfis bókasafna hf. (LB) í samræmi við þjónustusamning þar um. Samningurinn var síðast endurnýjaður í byrjun árs 2024 og gildir hann til 30. september 2027. Markmið samstarfs RS og LB er að samnýta aðföng og þekkingu í þeim tilgangi að stuðla að auknum gæðum skráningar í Sarp, betri upplýsingagjöf til eigenda og viðskiptavina, öflugri notendaþjónustu, betra aðgengi almennings að gögnum auk þess að stuðla að áframhaldandi þróun Sarps.