Main content
main
Fyrirtækið
08.01.2021
Landskerfi bókasafna hf. er hlutafélag sem var stofnað 14. nóvember 2001 um rekstur sameiginlegs kerfis fyrir íslensk bókasöfn. Félagið stofnuðu ríkið og 26 sveitarfélög. Í dag eru hluthafar 54 talsins og eru ríkissjóður og Reykjavíkurborg stærstir hluthafa.
Afgreiðslutími:
- Mánudaga til fimmtudaga: frá kl. 9:00 – 16:00
- Föstudaga: frá kl. 9:00 – 15:00
Tilgangur félagsins er að
- reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi
- veita söfnunum tengda sérfræðiþjónustu
Félagið rekur eftirfarandi kerfi:
- bókasafnakerfið Gegni
- safnagáttina leitir.is
- Rafbókasafnið
- menningarsögulega gagnasafnið Sarp og sarpur.is