2

Main content

Fréttir

main

Á árinu 2007 tók Landskerfi bókasafna ákvörðun um að setja sérstakt erindisbréf um starfsemi Efnisorðaráðs. Til samræmis við þá ákvörðun hefur ráðið nú fengið eigin vefsíðu á heimasíðu Landskerfisins. Á síðunni eru nú m.a. birtar fundargerðir ráðsins auk kerfisbundins efnisorðalykils. Vefsíða ráðsins er aðgengileg frá flipanum Efnisorðaráð undir yfirheitinu Um Gegni.

Námskeið í notkun kerfiskeyrsla í útlánaþætti Gegnis verða haldin dagana 26. febrúar og 3. mars næstkomandi. Hér er um nýmæli að ræða, enda hafa slík námskeið ekki verið haldin áður.
Kerfiskeyrslur eru notaðar til að draga út ýmsa lista og skýrslur úr Gegni.
Leiðbeinandi er Telma Rós Sigfúsdóttir.

Fullbókað er á öll námskeiðin.

Eitt af meginverkefnum Landskerfis bókasafna á fyrrihluta ársins er undirbúningur uppfærslu Gegnis í útgáfu 18 af Aleph kerfinu. Vinnan er unnin í prófunarumhverfi Gegnis, sem af þeim sökum er óaðgengilegt aðildarsöfnum. Til að mæta þeim óþægindum hefur verið sett upp sérstök kennsluvél.

Stofnaður hefur verið verkefnahópur til að styðja við verkefnið og miðla upplýsingum til sinna safnategunda. Í verkefnahópnum eiga sæti fulltrúar frá Alefli, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Borgarbókasafni Reykjavíkur og Landskerfi...

Fundargerðir skráningarráðs eru birtar á heimasíðu Landskerfisins. Fundargerð frá 34. fundi ráðsins hefur nú verið sett á síðu skráningarráðs.

Tölfræði vegna janúarmánuðar 2008 er komin á þjónustuvefinn.

Skráningarráð hefur samþykkt að leyfa, til bráðabirgða, safnfærslur (skemmri skráningu) fyrir safngögn á framandi tungumálum, þ.e. tungumálum sem þarfnast umritunar. Einstakir titlar og höfundar eru þar með ekki leitarbærir í Gegni, færslurnar eru einungis gerðar til þess að hægt sé að lána efnið út. Þau söfn sem vilja hafa efnið leitarbært í Gegni þurfa að skrá efnið á hefðbundinn hátt. Listi yfir færslur sem leyfilegt er að nota til að tengja eintök við verður birtur á síðu skráningarráðs og í Handbók skrásetjara...

Vakin er athygli á því að sk. árslokatölfræði ársins 2007 er nú aðgengileg á Þjónustuvef félagsins. Um er að ræða mikinn fjölda staðlaðra skýrslna um eintök og titla, útlán og lánþega í Gegni á liðnu ári.

Flestir viðskiptavinir hafa nú fengið sendan nýjan þjónustusamning, en á síðasta ári var ákveðið að ráðast í endurgerð samninganna með það að leiðarljósi að staðla þá og skerpa á ákvæðum um þjónustu ofl. Allir samningar eru nú verðtryggðir. Til upplýsingar eru tveir viðauka samningsins nú birtir á heimasíðu félagsins. Hér er um að ræða Staðlaðar skýrslur úr Gegni og Gjaldskrá félagsins á nýju ári.

Um leið og við óskum samstarfsfólki og velunnurum okkar friðar á jólum og farsældar á nýju ári, vekjum við athygli á að skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð 24. og 31. desember.

Þökkum ánægjulega samvinnu á árinu sem er að líða.