2

Main content

main

Viðauki 5. Staðlaðar skýrslur úr Gegni

Viðauki við samning vegna þjónustu um bókasafnskerfi

1.  Skýrslur sem viðskiptamaður getur keyrt sjálfur

1.1  Landskerfi bókasafna veitir viðskiptamanni aðgangsheimild til keyrslu skýrslna skv. þessum lið eftir að starfsmaður viðskiptamanns hefur sótt námskeið í keyrslu slíkra skýrslna hjá Landskerfinu.
 
1.2  Um er að ræða eftirgreindar skýrslur:
•  Útlán – lánþegalisti
•  Útlán – eintök í útláni
•  Frátektir
•  Eintakalisti
•  Útlánatölfræði
•  Tímaritarukk
•  Aðföng/pantanir
•  Millisafnalán
 

2.  Skýrslur keyrðar hjá Landskerfinu

2.1  Viðskiptamaður getur óskað eftir að skýrsla samkvæmt þessum lið sé meðal fastakeyrslna. 
 
2.2  Sé skýrsla ekki meðal fastakeyrslna keyrir Landskerfið út skýrslur sem viðskiptamaður óskar eftir með hæfilegum fyrirvara.
 
2.3  Um er að ræða eftirgreindar skýrslur:
•  Rukkbréf
•  Vanskilalisti
•  Viðvörunarbréf
•  Frátektarskýrslur
•  Grunnskrá vegna innheimtuferlis (ekki hægt að setja í fastakeyrslu)
•  Nemendalistar – vélræn virkjun lánþegaréttinda fyrir nemendur og starfsmenn skóla. Auk þess að mynda lánþegaréttindin er einnig hægt að uppfæra bekkjardeild, netfang og gildistíma skírteinis.
•  Lánþegalistar – listi yfir lánþega safns með ýmsum upplýsingum s.s. gildistíma skírteinis, heimilisfangi o.fl.
 

3.  Skýrslur birtar á þjónustuvef Landskerfis bókasafna

3.1  Landskerfið birtir í stöðluðu formi eftirgreindar skýrslur með tölulegum upplýsingum um fjölda útlána, titla, eintaka og lánþega á þjónustuvef sínum:
•  Mánaðarleg tölfræðigögn -birt í upphafi hvers mánaðar
•  Árslokatölfræði – birt í upphafi hvers árs í formi ólíkra skýrslna.
•  Topplistar útlána þ.e. vinsælustu eða mest lánuðu titlarnir – birt ársfjórðungslega
 

4.  Form skýrslna

4.1  Landskerfi bókasafna ákveður form fyrir skýrslur skv. liðum 1 – 3.  Að jafnaði er boðið upp á eitt staðlað form skýrslna sem þó skal vera hægt að afrita í Excel.
 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block