2

Main content

main

Minnisblað fyrir skráningu Jarðfunda


Cecilie Gaihede og Þorvaldur Böðvarsson, haust 2019


Inngangur:

Skráning jarðfunda í Sarp er tvíþætt. Fyrst er stofnuð Fornleifarannsókn, þar sem upplýsingar um rannsóknina eru skráðar. Undir hverja fornleifarannsókn eru svo skráðir jarðfundir og sýni úr viðkomandi rannsókn. Fyrir frekara útskýringar er hægt að færa bendilinn á spurningamerkin sem birtast í skráningarsniðinu eða skoða Skráningarhandbók Sarps 2.0 sem er aðgengileg á þjónustuvef okkar á landskerfi.is


Stofna rannsókn:

Þegar skráning er hafin er smellt á „Stofna rannsókn“, þar sem skráningarsnið fyrir fornleifarannsókn birtist. Hér eru fylltar út allar viðeigandi upplýsingar og síðan smellt á „Skrá“ Sjá mynd:

 

Skrá jarðfund og sýni:

Jarðfundir tengjast fornleifaraðsókninni og því þarf að byrja á því að velja Rannsóknarstaður og síðan hvort verið er að skrá jarðfund eða sýni. Þar opnast yfirlitsgluggi yfir skráða jarðfundi. Hér er hægt að skrá staka jarðfundi eða þá nota hraðskráningarsnið til að skrá fleiri í einu (sjá leiðbeiningar um notkun hraðskráningarsniða:


Skráning jarðfunda:

  1. Smelltu á „Skrá jarðfund“
  2. Hraðskráningarsnið er hér valið ef við á (Ef hraðskráningarsnið er valið, er hægt lesa nánar um það í Minnisblað fyrir stofnun Hraðskráningarsniðs). Skráð er í opna tölureitinn „Fjöldi“ ef verið er að skrá á ákveðinn fjölda aðfanga í einu.
  3. Síðan er smellt á „Samþykkja“


     
  4. Hér birtist aðfangasnið jarðfunda. Fylltu út viðeigandi upplýsingar og smelltu á „Vista“. Lágmarkskröfur skráningar jarðfundar eru: Undirskrá, Safnnúmer, Tegund, Fjöldi (Reiturinn „Staður“ er sjálfgefin og fylgir rannsóknarstaðnum)
  5. Í lokin er smellt á „Vista"