Main content
main
Tölur úr Gegni
07.09.2015
Tölfræði úr Gegni lýsir gögnum og virkni bókasafnskerfisins sem heild og fyrir einstök aðildarsöfn.
Landskerfi bókasafna býður upp á fjóra mismunandi flokka af tölfræði sem lýsa helstu stærðum í rekstri aðildarsafna Gegnis. Þetta eru:
- Mánaðarleg tölfræði
- Árslokatölfræði
- Topplistar, vinsælustu titlarnir (í vinnslu)
- Tölur úr bókfræðigrunni Gegnis
Mismunandi forsendur liggja til grundvallar í flokkunum sem skemmir samanburð. Skýrslur geta einnig verið misáreiðanlegar þar sem undirliggjandi gögn eru misvel skráð. Eðli upplýsinganna stjórnar því hvort boðið er upp á heildartölur úr Gegni eða einungis upplýsingar fyrir einstök söfn.
Útlánatölur eru aðgengilegar frá opnun Gegnis 19. maí 2003 en misjafnt er hvenær byrjað var að safna og greina aðrar upplýsingar.