2

Main content

main

Uppfærsla biðlara

Eftir uppfærslu þjónustupakka (Service Pack) í Gegni þurfa ALLIR starfsmenn Gegnissafna að uppfæra biðlara í eigin tölvum til að tryggt sé að kerfið virki rétt. Þetta er einföld og fljótleg aðgerð og ekki þarf að kalla til tölvumann.

 1. Skrá sig inn í Skráningarþátt eða Útlánaþátt biðlarans á venjulegan hátt
  Innskráningargluggi Gegnis

   
 2. Opna valmynd GEGNIR lengst til vinstri í efstu valmyndalínu og velja „Uppfæra biðlara“

Uppfæra biðlara

 
 1. Gluggi með skráalista birtist.  Smella á hnappinn „Uppfæra allt“
 • Athugið að ekki er alltaf um nákvæmlega sömu skár að ræða og hér á myndinni. Ef skráalistinn er tómur og hnappurinn óvirkur þá þarf að hafa samband við Landskerfi bókasafna

Uppfæra allt

Skrár uppfærðar

 

 1. Nýjar biðlaraskrár flytjast nú yfir í tölvu notandans og koma í stað eldri skráa. Allar staðbundnar stillingar varðveitast.
   
 2. Þegar uppfærslu lýkur lokast biðlarinn og litli innskráningarglugginn birtist aftur. Þá skal skrá sig inn aftur með venjulegu notandanafni og lykilorði.
 • Hafið samband við Landskerfi bókasafna á hjalp@landskerfi.is eða í síma 514 5050 ef einhver vandamál koma upp.