Main content
main
Endurnýjun lánþegaskírteina og breyting á lánþegastöðu
Að endurnýja lánþegaskírteini
- Fletta upp lánþeganum í lánþegaglugga útlánaþáttar – F7.
-
Fara í Lánþegi-skráning > Staðbundnar lánþegaupplýsingar og velja viðeigandi safn
- ATH: Ekki ýta á Endurnýja, þá þarf að leiðrétta dagsetninguna handvirkt.
- Smellið á Sjálfgildi í neðri hluta gluggans. Þá uppfærist gildistíminn sjálfkrafa eitt ár fram í tímann.
- Nú er hnappurinn Breyta orðinn virkur. Smellið á hann.
Að breyta lánþegastöðu
Ef lánþegastaðan hefur breyst þarf að velja viðeigandi safn í Lánþegi-skráning > Staðbundnar lánþegaupplýsingar og velja rétta lánþegastöðu úr felliglugganum undir flipa 1. Staðbundnar lánþegaupplýsingar.
Sum söfn kjósa að skilgreina tegund lánþega vegna tölfræðilegra úttekta (felliglugginn: Lánþegategund).
Þegar smellt er á Sjálfgildi verða heimildir lánþega í samræmi við skilgreiningar safnsins. Með því að smella á flipa 3. Staðbundnar heimildir má sjá heimildir lánþegans. Smella á Breyta til að vista breytingarnar.
Sjá einnig Nýr lánþegi á safni.