2

Main content

main

Persónuverndarstefna vegna notkunar vefsins landskerfi.is

Landskerfi bókasafna hf. (hér eftir „við“ eða „LB“) kappkostar að tryggja vernd persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Þessi persónuverndarstefna á við um persónuupplýsingar sem við vinnum um starfsmenn safna og um aðra einstaklinga er njóta þjónustu eða eiga samskipti við LB gegnum vef LB, landskerfi.is. Tilgangurinn með persónuverndarstefnu þessari er að upplýsa viðkomandi um hvernig og hvers vegna við söfnum persónuupplýsingum og hvernig við meðhöndlum þær.
 

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við

Persónuupplýsingum um starfsmenn safna er aflað við notkun þeirra á vef LB. Hið sama gildir um aðra er nota vefinn.
 
Persónuupplýsingarnar sem við söfnum frá starfsmönnum safna og öðrum geta t.d. verið nöfn, kennitölur, netföng, símanúmer, vinnustaður, staða, ljósmynd af viðkomandi, upplýsingar um sótt námskeið og verkbeiðnir sem viðkomandi hefur stofnað á vefnum.
 

Notkun persónuupplýsinga

Við notum persónuupplýsingar til þess að veita starfsfólki safna sérfræðiþjónustu og til að halda utan um námskeið sem viðkomandi sækja hjá okkur sem og vegna veitingu okkar á annarri þjónustu til bókasafnanna.

Vinnslan er nauðsynleg til að efna þjónustusamninga við söfnin og til að efna samninga við lánþega safnanna.
 

Varðveisla persónuupplýsinga

Við varðveitum upplýsingarnar á öruggan hátt og í samræmi við gildandi lög og reglur. Við höfum gert tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að verja persónuupplýsingar þínar gegn t.d. eyðingu eða óheimilum aðgangi. Persónuupplýsingar um þig eru aldrei varðveittar utan EES-svæðisins.


Viðtakendur persónuupplýsinga

Við deilum ekki persónuupplýsingum um þig með þriðja aðila nema með ótvíræðu samþykki þínu eða að því marki sem slíkt á sér stoð í lögum.

Í sumum tilvikum kunna vinnsluaðilar, sem LB hefur gert samninga við, að hafa aðgang að persónuupplýsingunum þegar þeir veita okkur þjónustu. Vinnslusamningar sem LB gerir við vinnsluaðila sína uppfylla lög og reglur um slíka samninga.
 

Réttindi þín

Þú átt rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að þeim persónuupplýsingum um þig sem LB hefur með höndum. Þú átt einnig rétt á að óska eftir að láta leiðrétta vinnslu slíkra persónuupplýsinga ef lögmæt ástæða er til slíks eða andmæla slíkri vinnslu. Framangreindum réttindum kunna þó að vera sett takmörk í gildandi lögum og reglum.
 
Þú átt rétt á upplýsingum um uppruna persónuupplýsinga um þig sem er ekki aflað frá þér.
 
Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá lögbæru eftirlitsyfirvaldi, þ.e. Persónuvernd, ef þú telur að við höfum ekki virt réttindi þín við meðferð á persónuupplýsingum.
 

Breytingar

Við áskiljum okkur rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari eftir því sem þurfa þykir. Nýjasta útgáfa stefnunnar er birt á vefsíðu LB hverju sinni.
 
 
Birt á vef 24. janúar 2019

horizontal

fblikebutton_dynamic_block