Main content
Fréttir
main
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 63. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Greinargerð um söfnun tölulegra upplýsinga úr bókfræðigrunni Gegnis fram til loka árs 2010 er tilbúin. Þetta er sambærileg samantekt og tekin hefur verið saman síðastliðin tvö ár undir sama heiti "Tölur úr bókfræðigrunni Gegnis - Greinargerð um söfnun og úrvinnslu tölulegra upplýsinga til ársloka 20XX”. Tölfræðin tekur til heildarskráningar í bókfræðigrunninn án tillits til einstakra aðildarsafna. Greinargerðin er afrakstur samstarfs Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Landskerfi bókasafna hf. Nálgast má greinargerðirnar á slóðinni...
Hægt er að skoða ljósmyndir sem teknar voru á afmælisráðstefnu Landskerfis bókasafna hf. þann 11. nóvember síðastliðinn á krækjunni Myndir á heimasíðu Landskerfis [gamli vefur]. Ráðstefnan heppnaðist mjög vel og var fjölsótt. Telma Rós Sigfúsdóttir tók ljósmyndirnar.
Katrín Jakobsdóttir ráðherra mennta- og menningamála opnaði nýjan leitarvef http://leitir.is á afmælisráðstefnu Landskerfis bókasafna 11.11.11. Um er að ræða leitarvef sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, tengdu stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi.
Nafn vefgáttarinnar er sótt til þess viðburðar sem á sér stað á haustin í sveitum landsins er bændur halda til fjalla og smala saman búpeningi sínum. Þeir fara í leitir....
Afmælisráðstefna Landskerfi bókasafna verður haldin í Þjóðmenningarhúsi 11. nóvember kl. 13.30.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á Fræðsla - Skráning. Ráðstefnan er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir.
Frekari upplýsingar er að finna í dagskrá.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 62. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Landskerfi bókasafna heldur upp á tíu ára afmæli sitt með ráðstefnu eftir hádegið 11. nóvember. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Marshall Breeding forstöðumaður þróunar og rannsókna við Jean and Alexander Heard bókasafnið í Vanderbilt háskólanum í Bandaríkjunum.
Nánar verður tilkynnt um dagskrá þegar nær dregur.
Námskeiðsáætlun Landskerfis bókasafna fyrir starfsmenn aðildarsafna Gegnis hefur verið uppfærð. Meðal breytinga má nefna að dagsetningum nokkurra námskeiða hefur verið breytt. Námskeiðum sem er lokið birtast nú aftast í lista yfir námskeið.
Námskeiðsáætlunin, ásamt lýsingu á námskeiðunum liggur nú fyrir. Hægt er að skrá sig á námskeiðin á vef Landskerfis bókasafna, Fræðsla - Skráning.
Fundargerðir frá 111. til 140. fundi Efnisorðaráðs hafa verið settar á vef ráðsins.