Main content
Fréttir
main
Boðið verður upp á kynningu á WebDewey þriðjudaginn 30. nóvember kl. 15:00. Um er að ræða vefkynningu sem Libbie Crawford, Dewey Decimal System, Product Manager hjá OCLC stýrir.
Hægt er að skrá sig á vefkynninguna á Fræðsla - Skráning.
Barði Einarsson hefur verið ráðinn sem forritari á skrifstofu Landskerfis bókasafna. Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu af forritun og rekstri upplýsingatæknikerfa, og starfaði áður hjá Umferðarstofu.
Barði er boðinn velkominn til starfa!
Fræðslufundur skrásetjara Gegnis verður haldinn föstudaginn 26. nóvember 2010 kl. 9:30 - 12:30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu.
Vekjum einnig athygli á að fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 55. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Listi yfir námskeið vetrarins hefur verið endurskoðaður lítillega. Kynnið ykkur á málið á Uppfærð námskeiðsáætlun. Námskeiðsskráning fer fram á vef Landskerfis bókasafna.
Teknar hafa verið saman upplýsingar um nýjan millisafnalánaþátt í Gegni en hann var innleiddur á dögunum. Nýi millisafnalánaþátturinn leysir af hólmi eldri kerfisþátt og gerir lán á milli safna í Gegni mun auðveldari en í fyrri kerfisþætti.
Vakin er athygli á því að núverandi útgáfa af Gegni, útgáfa 18 styður ekki Windows 7 stýrikerfið. Næsta útgáfa af kerfinu, útgáfa 20 verður Windows 7 samhæfð.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 54. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Landskerfi bókasafna leitar að starfskrafti á skrifstofuna. Sjá nánar Forritari óskast.
Á landsfundi Upplýsingar 17. - 18. september 2010, flutti Fanney Sigurgeirsdóttir starfsmaður Landskerfisins erindi sem hún kallaði "Hvað er framundan. Primo - Samþætt leitargátt fyrir Ísland".