2

Main content

main

Aðalfundur Rekstrarfélags Sarps 2017

Aðalfundur Rekstrarfélags Sarps var haldinn 18. maí síðastliðinn. Hér má nálgast skýrslu stjórnar sem flutt var á fundinum. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um stofnun þróunarsjóðs en honum er ætlað er að auðvelda félaginu að standa straum af kostnaði vegna kerfisþróunar, rekstrar og tilfallandi uppfærslna á  skráningar- og upplýsingakerfi menningarsögulegra gagna, Sarpur og sarpur.is. Fundargerð fundarins verður sett á vefinn á næstu dögum.
 
Á fundinum voru eftirfarandi kosin í fulltrúaráð Sarps: Anna Guðný Ásgeirsdóttir (formaður) og Anna Lísa Rúnarsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Anna María Urbancic og Dagný Heiðdal frá Listasafni Íslands, Gerður Róbertsdóttir frá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Haraldur Þór Egilsson frá Minjasafninu á Akureyri, Inga Jónsdóttir frá Listasafni Árnesinga, Esther Anna Jóhannsdóttir frá Minjastofnun Íslands og Pétur Kristjánsson frá Tækniminjasafni Austurlands.
 
Fulltrúaráðið kaus eftirtalin í framkvæmdastjórn félagsins:  Anna Lísa Rúnarsdóttir, Anna María Urbancic og Harald Þór Egilsson. Varamenn eru: Anna Guðný Ásgeirsdóttir fyrir Önnu Lísu, Dagný Heiðdal fyrir Önnu Maríu og Gerður Róbertsdóttir fyrir Harald.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block