2

Main content

main

Alma og Primo VE samningur í höfn

Þann 4. nóvember var undirritaður samningur við Ex Libris um afnot af Alma bókasafnskerfinu og Primo VE leitargáttinni. 

Alma er veflægt og nútímalegt bókasafnskerfi sem mikil reynsla er komin á. Primo VE er nýrri lausn en byggir á eldri fyrirmynd, Primo. Alma og Primo VE eru skýjalausnir sem hýstar eru í gagnaveri Ex Libris í Amsterdam. Bókasöfnin munu fá aðgang  að kerfunum í gegnum netið (Saas – Software as a Service) líkt og nú er alsiða. 

Undirbúningur innleiðingar Alma og Primo VE hefst á næstu vikum. Innleiðingin sjálf mun hefjast á næsta ári og standa fram á árið 2022.
 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block