2

Main content

main

Fjöldi útgefinna bóka á íslensku

Nýlega voru dregnar út tölur úr Gegni um fjölda útgefinna bóka á íslensku fyrir hvert ár. Talningin nær til prentaðra bóka sem teljast einefnisrit (mónógrafíur), þ.e.a.s. ekki til tímarita, né heldur til rita sem ekki hafa neitt skráð útgáfuár. Fyrirvara verður að að því leyti að í einhverjum tilvikum kunna nýjar prentanir að vera taldar nýjar útgáfur. Talnagögnin ná til áranna 1540-2005 og er fjöldi útgefinna bóka á því tímabili 85.663. Þar af skiptist útgáfan á aldirnar svona: 16. öld: 41. 17. öld: 165. 18. öld: 485. 19. öld: 2.940. 20. öld: 71.186. Skipting á aldarfjórðunga á 20. öld er svona: 1900-1924: 4.349. 1925-1949: 8.478. 1950-1974: 16.240. 1975-1999: 42.119.

Á myndritinu hér fyrir neðan má sjá árlegan meðalfjölda útgefinna bóka fyrir hvern áratug á 19. og 20. öld. Einnig má skoða myndrit sem sýna árlegan fjölda útgefinna titla á 20. öld og árlegan fjölda útgefinna titla 1540-2005.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block