2

Main content

main

Gegnir tiltækur í Google Scholar

Nú er hægt að leita í samskrá íslenskra bókasafna á Google Scholar, tilraunavef Google fyrir skólafólk. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Google eru samskrár fyrir Ísland, Ísrael, Portúgal, Sviss, Svíþjóð og Ungverjaland nú tiltækar með þessum hætti. Á vefnum er hægt að nota íslensk leitarorð og má svo smella á orðin "Find in Gegnir" til að komast beint inn á færsluna í Gegni. Í nokkrum tilvikum er hægt að komast beint að rafrænu gagni, og á það t.d. við um greinar í Læknablaðinu (dæmi má sjá með því að slá inn "heilkenni Sjögrens" sem leitarorð).

horizontal

fblikebutton_dynamic_block