Main content
Fréttir
main
Vegna kerfisvinnu getur samband við Gegni rofnað í stutta stund á tímabilinu kl. 22-22.30 fimmtudagskvöldið 2. apríl 2009. Þessa mun aðeins verða vart hjá notendum vefgáttar gegnir.is, enda bókasöfnin sjálf lokuð á þessum tíma.
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður helgina 20. - 22. mars næstkomandi. Þessi lokun nær bæði til starfsmannaaðgangs Gegnis og gegnir.is.
Vakin er athygli á því að starfsáætlun Landskerfis bókasafna fyrir árið 2009 hefur nú verið sett á heimasíðu félagsins.
Athygli skrásetjara í Gegni er vakin á því að hjálparefni um notkun Z39.50 við færsluveiðar í Gegni, er nú aðgengilegt á þjónustuvef undir Leiðbeiningar vegna útgáfu 18.
Skráningarnámskeið í Gegni verður haldið dagana 25. - 27. febrúar 2009. Skráning fer fram á heimsíðu Landskerfis bókasafna.
Vakin er athygli á því að talnagögn um árið 2008 vegna Gegnis hafa nú verið gerð aðgengileg á þjónustuvef Landskerfis bókasafna, sjá þar krækjuna Tölur úr Gegni um árið 2008.
Svalbarðsstrandarhreppur er orðinn hluthafi í Landskerfum bókasafna. Rekið er eitt safn á vegum sveitarfélagsins, Lestrarfélag Svalbarðsstrandarhrepps. Við bjóðum nýjasta hluthafann velkominn í hópinn!
Fanney Sigurgeirsdóttir, hefur verið ráðin til starfa sem kerfisbókavörður hjá Landskerfi bókasafna.
Fanney, sem er bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt, lauk nýlega framhaldsnámi í upplýsingatækni frá University College London. Hún hefur m.a. starfað á bókasafni Landspítala, hjá RUV og síðast hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Fanney mun á árinu 2009 leysa þjónustustjóra af að hluta til, en einnig sinna nýjum verkefnum hjá fyrirtækinu. Við bjóðum Fanneyju innilega velkomna til starfa!
Um leið og við óskum samstarfsfólki og velunnurum okkar friðar á jólum og farsældar á nýju ári, vekjum við athygli á að skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð 24. og 31. desember.
Þökkum ánægjulega samvinnu á árinu sem er að líða.