Main content
Fréttir
main
Skrifstofa Landskerfis bókasafna hefur nú tekið til starfa í Höfðatúni 2. Þessa vikuna munu starfsmenn koma sér fyrir á nýjum stað samhliða því að vinna úr þjónustubeiðnum. Þjónustusíminn er sem endranær 514-5050.
Vegna flutninga verður skrifstofa Landskerfis bókasafna lokuð næstkomandi mánudag 8. mars. Beri brýna nauðsyn til, verður hægt að ná á starfsmenn Landskerfis bókasafna í vaktsíma fyrirtækisins 821-8200 á meðan á flutningum stendur.
Nýtt heimilisfang Landskerfis bókasafna verður Höfðatún 2, 105 Reykjavík.
Gegnir hefur verið opnaður eftir lokun 17. - 18. febrúar. Ástæða kerfisvinnunnar var uppsetning þjónustupakka. Að þessu sinni var fyrst og fremst verið að leiðrétta villur í kerfinu. Viðbætur eru smávægilegar og teljum við að notendur eigi ekki að verða varir við neinar breytingar á kerfinu.
Vegna kerfisvinnu verður Gegni lokað miðvikudagskvöldið 17. febrúar, kl. 20:15. Áætlað er að kerfið verði opnað um miðjan næsta dag, fimmtudaginn 18. febrúar.
Lokunin nær bæði til gegnir.is og starfsmannaaðgangs Gegnis, auk sjálfsafgreiðsluvéla. Söfnunum sem eru með opið um helgina er bent á að nota ótengd útlán.
Að þessu sinni er ástæða kerfisvinnunnar uppsetning þjónustupakka. Þjónustupakki er viðbótarhugbúnaður sem kemur reglubundið út fyrir hverja útgáfu Aleph kerfisins. Nauðsynlegt er að setja upp þjónustupakka til að...
Mikillar eftirvæntingar hefur gætt hjá Landskerfi bókasafna um niðurstöður árslokatölfræði Gegnis árið 2009. Áhugaverðast var að kanna hvort efnahagskreppan hafi haft áhrif á fjölda útlána, fjölda lánþega og aðrar mælanlegar stærðir í Gegni. Þegar litið er á tölur fyrir Gegni í heild er ljóst að stöðug aukning er á milli ára.
Árslokatölfræðin er aðgengileg á þjónustuvef Landskerfis bókasafna.
Náðst hafa samningar við OCLC, um að söfn sem í dag eru aðilar að samningi Landskerfis bókasafna um færsluveiðar og leitir í OCLC WorldCat, geti einnig notað vefaðgang OCLC að Dewey Decimal Classification (DDC), WebDewey, út júní 2010. Nánar er hægt að fræðast um WebDewey á vefslóðinni WebDewey.
Frá áramótum hefur Landskerfi bókasafna staðið í umfangsmikilli kerfisvinnu vegna Gegnis. Kerfinu hefur þegar verið lokað tvisvar sinnum og enn mun þurfa að loka því til þess að ljúka þeirri vinnu sem fyrir liggur. Í fylgiskjali með frétt er gert grein fyrir þessum kerfisverkefnum, sem eru lagfæringar á bókfræðifærslum í Gegni, lyklun bókfræðigrunns og uppsetning þjónustupakka.
Vinsamlegast athugið að vegna kerfisvinnu verður Gegni lokað miðvikudagskvöldið 17. febrúar næstkomandi. Kerfið verður opnað aftur um hádegisbil næsta...
Rafrænt efni á gegnir.is hefur nú verið gert sýnilegra en áður var. Í niðurstöðulista birtist sérstakt tákn ef rafrænn aðgangur að efninu er í boði. Einnig er tengill í leit að rafrænu efni á forsíðu gegnir.is og hægt er að afmarka við efnistegundina ‘Rafrænt efni’ í ítarleit. Athugið þó að rafrænt efni getur jafnframt verið aðgengilegt prentað á ýmsum bókasöfnum.
Gegnir hefur nú opnað aftur í kjölfar kerfisvinnu, sem laut að lyklun á bókfræðigrunni Gegnis ásamt umfangsmiklum lagfæringum á bókfræðifærslum í Gegni.
Lagfæringar á bókfræðifærslum bæta vinnuumhverfi skrásetjara. Sviðum sem ekki eru lengur nauðsynleg var eytt út, einnig var bætt inn atriðum sem vantaði í bókfræðifærslunar. Við lagfæringuna fækkar villuboðum í kerfinu og þau sem eftir standa verða marktæk.
Bókfræðigrunnur Gegnis er lyklaður einu sinni á ári með það að leiðarljósi að að gera leitir í gagnagrunninum skilvirkari...