2

Main content

Fréttir

main

Notendahandbók Gegnis á ensku fyrir útgáfu 18 (Aleph Staff User Guide 18.01) hefur nú verið gerð aðgengileg á Þjónustuvef Landskerfis bókasafna.

Annars vegar er hægt að skoða einstaka kafla notendahandbókarinnar, og hins vegar bókina í heild sinni (athugið að bókin í heild sinni telur tæpar eitt þúsund blaðsíður!).

Skráningarráð Gegnis hefur sent frá gátlista sem tekur til skráningar á nótum. Gátlistinn er aðgengilegur á heimasíðu Skráningarráðs.

Senn líður að hausti og að venju bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið í notkun Gegnis, bæði fyrir nýja starfsmenn og söfn og einnig þá sem lengra eru komnir í notkun kerfisins.

Námskeiðsáætlunina er að finna í meðfylgjandi skjali.

Áhugasömum er bent á að skrá sig tímanlega á námskeiðin á heimasíðunni.

Efnisorðaráð Gegnis hefur sent frá sér heildarviðbætur við efnisorðalykil 2004-2008; viðbæturnar eru dagsettar 23. júní 2008.

Aðalfundur Landskerfis bókasafna var haldinn 30. maí 2008. Störf fundarins voru með hefðbundnum hætti.

Í stjórn voru kjörin Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson fyrrverandi forstjóri, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Karl Guðmundsson bæjarritari Akureyrarbæjar. Varamenn eru Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála hjá menntamálaráðuneytinu. Úr stjórn gekk Valur Árnason fyrrum skrifstofustjóri og var honum...

Hjálparskjöl vegna útgáfu 18 m.a. hvað varðar prentstillingar og úthlutun lykilorðs eru komnin á þjónustuvefinn. Öðrum leiðbeiningum verður bætt á þjónustuvefinn smám saman.

Landskerfi bókasafna er stolt af því að kynna til sögunnar endurhannaðan og betrumbættan vef gegnir.is.

Meginmarkmið með endurgerð gegnir.is var að gera vefinn sem aðgengilegastan og nytsamlegastan fyrir almenna notendur bókasafna. Útbúin var ný ásýnd á vefinn og öll virkni hans yfirfarin og endurbætt. Er það von okkar að vel hafi tekist til.

Rétt er að árétta að leitarvefurinn er hluti af bókasafnakerfinu Aleph 500 útgáfu 18, sem setur nokkrar skorður hvað virkni vefsins varðar.

Unnið er að undirbúningi þess að fá...

Gegnir hefur nú verið gangsettur á nýjan leik að aflokinni kerfisuppfærslu í útgáfu 18. Auk Gegnis var stýrikerfi og gagnagrunnur uppfærður. Loks hefur vefásjóna Gegnis, gegnir.is verið endurgerð. Unnið hefur verið að verkefninu um nokkurra mánuða skeið í náinni samvinnu við aðildarsöfn.

Starfsmenn bókasafna eru hvattir til þess að kynna sér ítarlega allar leiðbeiningar sem verða sendar út á almennan póstlista Landskerfisins á næstu dögum.

Vegna vinnu við uppfærslu Gegnis í útgáfu 18 og gangsetningu nýrrar vefgáttar gegnir.is, verður bæði kerfið og vefgáttin lokuð fram til 11. júní næstkomandi.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna í aðgerðaráætlun. Tilkynningar um framvindu og annað verða sendar út á almennan póstlista Landskerfisins.