2

Main content

main

Hvað las landinn á árinu 2019?

Topplistar útlána eru listar yfir vinsælustu eða mest lánaðu titlana í aðildarsöfnum Gegnis. Það er hægt að skoða einstök söfn á lokuðum vef en á opnum vef er hægt að skoða hvað er mest lánað eftir safnaflokkum, landsvæðum, efnisflokkum og árum og ársfjórðungum. 

Topplistar útlána eru aðgengilegir á opnum vef Landskerfis bókasafna, https://landskerfi.is undir Um okkur -> Vinsælustu titlarnir

Vinsælustu titlana á hverju bókasafni fyrir sig er að finna á lokuðum þjónustuvef Landskerfis bókasafna undir Topplistar -> Einstök söfn.  

Það er stefna Landskerfis bókasafna að topplistar útlána séu í stöðugri endurskoðun og þróun. Nánari upplýsingar um topplistana er að finna í greinargerð um topplista útlána 2019.

Vinsælustu bækurnar 2019

Þegar heildartölur allra bókaútlána í Gegni eru skoðaðar þá kemur í ljós að „Dagbók Kidda klaufa: leynikofinn“ er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en „Dagbók Kidda klaufa“ með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin. Kiddi er samt sem áður farinn að finna fyrir töluverðri samkeppni því ritröðin „Handbók fyrir ofurhetjur“ er í öðru, fjórða og áttunda sæti. Hérna vega þyngst útlán til skólabarna í grunnskólum landsins.  Í almenningsbókasöfnum kveður við annan tón en vinsælustu bækurnar þar eru nýlegar íslenskar skáldsögur eins og Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason, Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur og Þorpið eftir Ragnar Jónasson. 

Vinsælustu bækurnar í almenningsbókasöfnum eftir ársfjórðungum 2019

Það er spennandi að skoða vinsælasta efnið á bókasöfnunum. Sumar bækur virðast verma toppsætin ár eftir ár á meðan að aðrir góðir titlar fara ekki mikið í útlán þrátt fyrir góða sölu og mikla umfjöllun í jólabókaflóðinu. Einnig er skemmtilegt að skoða breytingar á útlánum eftir ársfjórðungum eða landshlutum. 

Hér má sjá vinsælustu fullorðinsbækur í almenningsbókasöfnum eftir landshlutum árið 2019:

Vinsælustu bækur árisins 2019.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block