2

Main content

main

Kærkominn liðsauki

Af ýmsum sökum hefur vinna við flutning gagna úr gamla Gegni reynst mun tímafrekari en búist hafði verið við. Við höfum nú fengið nýja tímaáætlun frá Ex Libris sem felur í sér að opna megi kerfið í maí næstkomandi og vonandi á sú áætlun eftir að standast. Til að auka líkurnar á að þetta takist hefur Ex Libris sent okkur tvo færa sérfræðinga, þau Jo Richardson og Michal Marchlinski, til að vinna með okkur og starfsmönnum Landsbókasafnsins að flutningi gagna. Þau komu hingað í gær og verða hér í tvær vikur, og bindum við nú miklar vonir við vinnu þessa öfluga teymis.


horizontal

fblikebutton_dynamic_block