2

Main content

main

Landskerfi bókasafna hf. og Borgarbókasafnið undirrita samning um innkaup og útlán rafbóka

Landskerfi bókasafna hf. og Borgarbókasafnið hafa undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Overdrive um innkaup og útlán rafbóka. Samningurinn tekur til þeirra almenningsbókasafna sem eiga aðild að Landskerfi bókasafna. 
 
Overdrive er rafbókaveita sem þjónustar bókasöfn um allan heim. Í kjölfar samningsins geta bókasöfn keypt rafbækur og gert aðgengilegar notendum sínum. Flestar bækurnar eru á ensku en ráðgert er að einnig verði mögulegt að nálgast íslenskt efni í gegnum veituna.
 
Borgarbókasafnið verður fyrsta bókasafnið til að hefja rafbókaútlánin en ráðgert er að þau hefjist í janúar 2017. Verkefnið hefur fengið heitið Rafbókasafn.  Landskerfið  verður ábyrgt fyrir kerfislegum þáttum verkefnisins, en Borgarbókasafnið hefur umsýslu með innkaupum og almennri notendaþjónustu.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block