2

Main content

main

Landskerfið fær styrk úr Bókasafnasjóði 2021

Landskerfi bókasafna er á meðal ellefu aðila sem fengu styrk úr Bókasafnasjóði 2021 en um er að ræða fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Styrkurinn nemur þremur milljónum króna og er veittur vegna verkefnisins Stafrænt bókasafnskort í veskisöpp fyrir snjallsíma. Þátttakendur verkefnisins eru auk Landskerfisins: Amtsbókasafnið á Akureyri, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Akraness, Bókasafn Árborgar, Bókasafn Garðabæjar, Bókasafn Hafnarfjarðar, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Smart Solutions efh.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra afhenti styrkþegum viðurkenningarskjöl í Safnahúsinu í dag. Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands en þaðan er myndin sem fylgir fréttinni tekin.
 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block