2

Main content

main

Lyklun og lagfæringar á bókfræðifærslum

Gegnir hefur nú opnað aftur í kjölfar kerfisvinnu, sem laut að lyklun á bókfræðigrunni Gegnis ásamt umfangsmiklum lagfæringum á bókfræðifærslum í Gegni.

Lagfæringar á bókfræðifærslum bæta vinnuumhverfi skrásetjara. Sviðum sem ekki eru lengur nauðsynleg var eytt út, einnig var bætt inn atriðum sem vantaði í bókfræðifærslunar. Við lagfæringuna fækkar villuboðum í kerfinu og þau sem eftir standa verða marktæk.

Bókfræðigrunnur Gegnis er lyklaður einu sinni á ári með það að leiðarljósi að að gera leitir í gagnagrunninum skilvirkari og til þess að mæta breyttum kröfum frá notendum á gegnir.is.

Að þessu sinni var tilgangur lyklunarinnar fyrst og fremst að gera rafrænt efni í Gegni leitarbært og að bæta leit að ritröðum. Rafrænt efni er orðið mun sýnilegra. Meðal annars hefur verið bætt inn íkoni fyrir rafrænt efni í lista yfir leitarniðurstöður, mögulegt er að takmarka leit við rafrænt efni og kominn er sérstakur sýndargrunnur fyrir rafrænt efni á forsíðu gegnir.is.

 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block