2

Main content

main

Nemendaskrá flutt í Gegni

Landskerfi bókasafna hefur áður kynnt skólabókavörðum þann möguleika að lánþegaréttindi fyrir alla nemendur skólans séu mynduð vélrænt í kerfinu í einu lagi. Nú hefur tilraun verið gerð með þetta fyrir Fjölbrautaskólann í Garðabæ, og var tekið við gögnum í Excelskrá sem dregin var út úr nemendakerfinu Innu. Allt bendir til að þessi flutningur hafi tekist eins og til var ætlast og ættu þá aðrir skólar að geta fetað í fótspor FG hvað þetta varðar. Vonir standa til að mikil vinna sparist þegar nemendum eru veitt lánþegaréttindi með þessum hætti í stað þess að skrá þá einn og einn í einu.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block