2

Main content

main

Nýir stjórnarmenn hjá Landskerfi bókasafna hf.

Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. fyrir árið 2003 var haldinn föstudaginn 20. júní. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Við stjórnarkjör urðu talsverð mannaskipti, því þeir Arnór Guðmundsson, Jónmundur Guðmarsson og Kristján Svanbergsson drógu sig í hlé, en í þeirra stað voru kosin Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. Karl Guðmundsson situr áfram í stjórninni og varamenn eru þeir sömu og fyrr. Þeim Arnóri, Jónmundi og Kristjáni voru þökkuð vel unnin störf í þágu fyrirtækisins. Nýja stjórnin hefur þegar skipt með sér verkum og var Hörður Sigurgestsson kjörinn formaður hennar.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block