2

Main content

main

Nýr starfsmaður Landskerfis bókasafna

Valgeir Helgi Bergþórsson hóf störf sem verkefnastjóri hjá Landskerfi bókasafna hf. í byrjun janúar. Hann er menntaður sem stjórnmálafræðingur og leggur stund á nám í verkefnastjórnun við HÍ. Valgeir starfaði síðast hjá Verifone sem hópstjóri tæknimanna í framlínu og hafði umsjón með sölu og þjónustu til viðskiptavina.  Áður var hann starfsmaður Símans fyrst sem þjónustufulltrúi og  síðar sem fulltrúi eftirvinnslu og endursöluaðila. Starfsskyldur Valgeirs snúa einkum að stjórnun verkefnis um útboð, val og innleiðingu á nýju bókasafnskerfi.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block