2

Main content

main

Orðsending til Fengssafna vegna kerfisbreytingar

Nú líður senn að yfirfærslunni. Söfnin verða að vera í stakk búin til þess að hefja útlán og aðra vinnu í Gegni. Þá þarf að huga að þessu:

  Til að lána út þarf safn að hafa uppsettan biðlara sem veitir aðgang að útlánum og öðrum þáttum kerfisins. Þeir sem ekki hafa sett upp biðlara geta haft samband við Magnús Guðmundsson í netfanginu magnus@epro.is eða í síma 821-8291.
  Í mörgum tilvikum þarf að stilla skanna eða ljósapenna við breytinguna.
  Menn þurfa að hafa strikamiða til að merkja eintök með.
  Menn þurfa að fá notandanafn og lykilorð í kerfinu og þau veitir Dögg Hringsdóttir í netfangi doggh@landskerfi.is eða í síma 514-5052.
  Athugið að Fengur mun loka fyrir allar breytingar, þ.e.a.s. útlán, skráningu o.s.frv. fimmtudaginn 25. mars kl. 21.00. Skýrr hefur ákveðið að Fengur muni verða opinn fyrir leitir til 15. apríl næstkomandi en lokar með öllu eftir það.
  Áætlað er að Gegnir opni að nýju að morgni mánudagins 5. apríl.

Sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi skjali.

 

 

 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block