2

Main content

main

Ræsifundur - þarfagreining fyrir nýtt bókasafnskerfi

Ræsifundur verkefnisins „þarfagreining fyrir nýtt bókasafnskerfi“ verður haldinn fimmtudaginn 31. ágúst 2017.

Dagskrá fundarins og nánari upplýsingar verða sendar til þátttakenda eftir miðjan ágúst.

Þarfagreiningin verður unnin í samvinnu við sérfræðinga á bókasöfnunum. Val sérfræðinga í hópana er í vinnslu. Sérfræðihóparnir endurspegla megin verkferla í bókasöfnunum. Hóparnir eru eftirfarandi:

  • Lánþegar – Hlutverk vinnuhóps um lánþega er m.a. að móta sýn á lánþegaskrána, skoða þjónustur við lánþega á vef (leitir.is og aðrir vefir) og samþættingu við önnur kerfi.
  • Umsýsla efnis – Hlutverk vinnuhóps um umsýslu efnis er að rýna í þarfir safnanna varðandi umsýslu á bæði rafrænu- og hefðbundnu efni.
  • Lýsigögn – Hlutverk vinnuhóps um lýsigögn er að rýna í þarfir og horfa til framtíðar varðandi sjálfvirkni í meðhöndlun lýsigagna, nafnmyndastjórnunar, notkunar staðla og fleira sem lítur að umsýslu bókfræðiupplýsinga.
  • Lán – Hlutverk vinnuhóps um lán er að greina mismunandi þarfir varðandi útlán og útlánaaðgerðir hvað varðar hefðbundin útlán, millisafnalán, rafræn útlán, sjálfsafgreiðsluvélar, samskipti við lánþega, o.s.frv.

Hlutverk hópanna verður að greina sértækar þarfir, útbúa notendadæmi og vinna stutta samantekt sem verður hluti af kröfulýsingu fyrir útboð. Hóparnir verða að störfum haustið 2017 og mun vinnan standa yfir í 6 – 8 vikur.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block