Main content
Fréttir
main
Þann 27.11.2014 varð vélarbilun í netbúnaði hýsingaraðila sem orsakaði stutt rekstrarrof í Gegni og á öllum vefjum sem Landskerfi bókasafna rekur. Svo óheppilega vildi til að á sama tíma varð bilun í útsendingu fjöldatölvupósts og því bárust tilkynningar frá okkur seint eða ekki til viðskiptavina. Unnið er að úrbótum til að koma í veg fyrir að svona tilvik muni endurtaka sig.
Á fræðslufundi skrásetjara Gegnis sem haldinn var 7. nóvember síðastliðinn var meðal annars fjallað um innleiðingu RDA skráningarreglnanna á Íslandi og notkun FRBR. Fundurinn var tekinn upp, nálgast má upptökurnar á síðu skráningarráðs.
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður þriðjudaginn 4. nóvember frá kl. 7:30 – 8:00 að morgni.
Á fundi skráningarráðs þann 6. október urðu þau tíðindi að Rósa S. Jónsdóttir forstöðukona bókasafns Orkustofnunar var kjörin formaður ráðsins.
Þóra Sigurbjörnsdóttir sem verið hefur formaður skráningarráðs frá 18. desember 2003 mun starfa áfram með ráðinu.
Rósu er óskað velfarnaðar sem formaður skráningaráðs og Þóru eru þökkuð óeigingjörn störf í þágu Gegnis um langt árabil.
Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verið stífar fundarsetur hjá skráningarráði Gegns. Þar hefur einkum verið unnið að gerð innleiðingaráætlunar fyrir RDA skráningarreglurnar. Áætluninni var dreift með fundargögnum á Landsfundi Upplýsingar sem haldinn var á Akureyri í byrjun október.
Nýjar fundargerðir skráningrráðs frá 78.-84. fundi þess eru aðgengilegar á heimasvæði ráðsins undir flipanum Skráningarráð hér til vinstri.
Á starfsárinu 2014-2015 munu eftirtaldar sitja í skráningarráði Gegnis:
Áslaug Þorfinnsdóttir starfsmaður Bókasafns Hafnarfjarðar, Hallfríður H. Kristjánsdóttir frá Landsbókasafni - Háskólabókasafni, Rósa S. Jónsdóttir forstöðumaður bókasafns Orkustofnunar auk Þóru Sigurbjörnsdóttir frá Borgarbókasafni.
Að þessu sinni mun námskeiðsáætlun Landskerfis bókasafna ná yfir breytta starfsemi fyrirtækisins með Sarp innanborðs. Fyrir utan hefðbundin námskeið í Gegni og leitir.is verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í Sarpi.
Sjá nánar námskeiðsáætlun ásamt lýsingum á námskeiðunum.
Hægt er að skrá sig á námskeiðin á vef Landskerfis bókasafna, Fræðsla - Skráning.
Eitt af hlutverkum rafgagnahóps var að þróa verklag um meðhöndlun rafræns efnis í Gegni og leitir.is. Hér má finna verkferill um meðhöndlun lýsigagna í leitir.is. Verkferillinn skilgreinir verkþætti og ábyrgðaraðila sem eru söfnin, Landskerfi bókasafna og „Vinnuhópur um rafgögn“. Samkvæmt tillögu rafgagnahóps tekur nýstofnaður „Vinnuhópur um rafgögn“ ákvörðun um meðhöndlun lýsigagna og aðgengi að rafræna efninu í leitir.is.
Forseti Íslands veitti Rekstrarfélagi Sarps Íslensku safnaverðlaunin 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, þann 6. júlí. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár en Sarpur var tilnefndur til verðlaunana fyrir ytri vef þessa menningarsögulega gagnasafns sem opnaði á netinu árið 2013. Landskerfi bókasafna hf. fer með rekstur Sarps á grunni þjónustusamnings við Rekstrarfélag Sarps.
