Main content
Fréttir
main
Gegnir hefur nú verið gangsettur á nýjan leik að aflokinni kerfisuppfærslu í útgáfu 18. Auk Gegnis var stýrikerfi og gagnagrunnur uppfærður. Loks hefur vefásjóna Gegnis, gegnir.is verið endurgerð. Unnið hefur verið að verkefninu um nokkurra mánuða skeið í náinni samvinnu við aðildarsöfn.
Starfsmenn bókasafna eru hvattir til þess að kynna sér ítarlega allar leiðbeiningar sem verða sendar út á almennan póstlista Landskerfisins á næstu dögum.
Vegna vinnu við uppfærslu Gegnis í útgáfu 18 og gangsetningu nýrrar vefgáttar gegnir.is, verður bæði kerfið og vefgáttin lokuð fram til 11. júní næstkomandi.
Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna í aðgerðaráætlun. Tilkynningar um framvindu og annað verða sendar út á almennan póstlista Landskerfisins.
Fjórða fundargerð verkefnahóps um uppfærslu á Gegni úr útgáfu 16 í útgáfu 18 hefur nú verið sett á vefinn. Sjá Útgáfa 18.
Útbúin hefur verið aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðrar gangsetningar útgáfu 18 af Gegni þann 11. júní næstkomandi.
Brýnt er að starfsmenn aðildarsafna Gegnis kynni sér aðgerðaráætlunina vel.
Fundargerð frá 37. fundi skráningarráðs hefur verið sett á síðu skráningarráðs.
Einnig er þar að finna glærur frá fræðsludögum skrásetjara 18. apríl síðastliðinn.
Skráningarráð stóð fyrir fræðsludögum skrásetjara 18. apríl síðastliðinn. Meðal umfjöllunarefni var heiti stofnana í nafnmyndaskrá Gegnis. Erindin frá fræðsludögunum er að finna á síðu skráningarráðs á vef Landskerfis bókasafna.
Alefli, notendafélag Gegnis, stendur fyrir notendaráðstefnu miðvikudaginn 14. maí kl. 13:00-16:00, í fundarsal Þjóðarbókhlöðu.
Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum notendum Gegnis og öðrum áhugasömum.
Þriðja fundargerð verkefnahóps um uppfærslu á Gegni úr útgáfu 16 í útgáfu 18 hefur nú verið sett á vefinn. Sjá Útgáfa 18.
Aðalverkefnin þetta misserið eru uppfærsla af Aleph kerfinu í útgáfu 18 og endurgerð á gegnir.is. Báðum verkefnum miðar vel áfram. Gegnir.is er viðamikið verkefni sem mun ekki ljúka við opnun leitarvefsins í júní heldur munu endurbætur og endurskoðun á vefnum verða fastur liður á verkefnalista Landskerfis bókasafna.
Útgáfa 18 - Uppfærslan í útgáfu 18 er á áætlun. Búið er að setja útgáfu 18 upp í prófunarumhverfinu ásamt því að aðlaga gögnin að þessari nýju útgáfu. Þessa dagana er verið að samræma stýritöflur, þýða villuboð,...