Main content
main

Toppútlán 2016
Vinsælustu bækurnar hjá aðildarsöfnum Gegnis 2016 voru Dagbækur Kidda klaufa sem trónuðu í sjö efstu sætunum í efnisflokkinum Bækur. Fremst meðal jafninga var Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti sumarhiti eftir Jeff Kinney með 4.965 útlán.
Topplistar útlána fyrir árið 2016 eru tilbúnir á vef Landskerfis bókasafna. Listar fyrir Gegni sem heild eru opnir án innskráningar en athugið að það er nauðsynlegt er að skrá sig á vefinn til þess nálgast lista fyrir einstök söfn.
Topplistar útlána eru listar yfir vinsælustu eða mest lánaðu titlana í aðildarsöfnum Gegnis og fyrir Gegni sem heild. Topplistarnir voru fyrst birtir um áramótin 2014 / 2015 en þá var unnið úr útlánagögnum fyrir árið 2013, síðan hafa listarnir verið útbúnir fyrir hvert ár. Framsetningu topplistanna var gjörbylt í tengslum við nýjan vef Landskerfis bókasafna. Forsendur fyrir talningu útlána breytist lítillega og útskýrir það frávik í einstökum tölum ef eldri listar eru bornir saman við þá nýju. Nánari upplýsingar er að finna í skýringum um topplista útlána 2016.
Að þessu sinni er boðið upp á tíu mismunandi skýrslur til þess að túlka útlánin. Efni fyrir börn er sem fyrr vinsælast hvort sem litið er til allra útlána í Gegni eða til undirflokka eins og bóka eða tímarita.
Taflan hér fyrir neðan sýnir þá titla sem eru mest lánaðir í hverjum efnisflokk árið 2016.
| 
 Efnisflokkur  | 
 Titill  | 
 Fjöldi útlána  | 
|---|---|---|
| 
 Allt  | 
 Myndasögusyrpan (1994)  | 
 23.095  | 
| 
 Bækur  | 
 Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti (2012)  | 
 4.965  | 
| 
 Tímarit  | 
 Myndasögusyrpan (1994)  | 
 23.095  | 
| 
 Ekki bækur eða tímarit  | 
 Spil [safnfærsla] (1900)  | 
 857  | 
| 
 Fullorðinsefni  | 
 Dimma / Ragnar Jónasson. (2015) Þýska húsið / Arnaldur Indriðason. (2015)  | 
 2.972 2.972  | 
| 
 Unglingaefni  | 
 Zlatan Ibrahimovic : eins og hann er / [texti Illugi Jökulsson]. (2012)  | 
 1.951  | 
| 
 Barnaefni  | 
 Myndasögusyrpan (1994)  | 
 23.095  | 
| 
 Smábarnaefni  | 
 501 feluhlutur / [íslenskur texti Baldur Snær Ólafsson]. (2015)  | 
 669  | 
| 
 Kennsluefni framhaldsskóla  | 
 Þyrnar og rósir : sýnisbók íslenskra bókmennta á 20. öld / Kristján Jóhann Jónsson og fleiri (1999)  | 
 350  | 
| 
 Kennsluefni grunnskóla  | 
 Maður og náttúra : litróf náttúrunnar / Susanne Fabricius ... [et al.] (2011)  | 
 1.769  |