Main content
main
Upptökur frá fræðslufundi skrásetjara
27.03.2017
Árlegur fræðslufundur skrásetjara var haldinn í Þjóðarbókhlöðu 17. mars 2017 og sóttu hann yfir 60 skrásetjarar. Á fundinum var fjallað um breytingar á meðferð rafrænna gagna, nýja skráningarþjónustu Landsbókasafns, lítil sérfræðibókasöfn, greiniskráningu, skrá yfir þýðingar íslenskra bókmenna á önnur tungumál auk þess sem Landskerfi var með nokkra fréttamola úr starfinu. Tengil í upptöku frá fundinum er að finna á vefsíðu fræðslufundanna hjá Landskerfi bókasafna. Þar er einnig hægt að nálgast upptökur frá fyrri fræðslufundum skrásetjara.