Main content
main
Vinnu við yfirfærslu gagna frestað vegna aðkallandi verkefna
13.08.2004
Á fundi sínum 10. ágúst 2004 ályktaði stjórn Landskerfis bókasafna hf. að leggja verði áherslu á að koma bókfræðigögnum sem nú eru í Gegni í lag og að vinna verði að lagfæringum á kerfinu áður en farið er í frekari yfirfærslu bókfræðigagna frá öðrum kerfum. Framkvæmdaáætlun næstu missera er í undirbúningi, og tekur hún til lagfæringa á gagnasafninu, lagfæringa á kerfinu, uppfærslu kerfisins í útgáfu 16 og innleiðingar hjá söfnum sem ekki hafa tengst Gegni ennþá.
Með þessu er ákveðið að fresta frekari gagnaflutningum um sinn, svo koma megi Gegni í betra horf áður en lengra er haldið. Minna má á að ýmis söfn eru nú að tengja eintök sín og taka með þeim hætti kerfið í notkun án þess að flytja eldri gögn.